Um Veggsport

Líkamsræktarstöðin Veggsport var stofnuð árið 1987 af þeim Hafsteini Daníelssyni og Hilmari Gunnarssyni.

Hafsteinn og Hilmar höfðu kynnst skvassi erlendis og fannst grundvöllur til að bjóða upp á slíkt sport hérlendis. Áður en Veggsport var stofnað var enginn staður sem bauð upp á aðstæður til að iðka skvass.

Upphaflega var Veggsport til húsa í gamla Héðinshúsinu og var einungis boðið upp á skvass og rakketball í 5 sölum. Síðar voru reistir tveir salir til viðbótar í réttri stærð þar sem þeir fyrstu uppfylltu ekki skilyrði um staðlaða stærð skvassvalla.

Árið 1992 flutti Veggsport í húsakynnin þar sem þeir eru í dag, að Stórhöfða 17 við Grafarvog þar sem voru fimm skvassvellir í fullri stærð og einn rakketball völlur. Árið 1995 fór Veggsport einnig að bjóða upp á tækjasal til almennrar líkamsræktar.

Í dag hefur þjónustan breyst mikið. Boðið er upp á fjóra skvassvelli og starfsemin í kringum þá er mikil þar sem að mörg mót eru haldin á ári hverju í Veggsport. Árlegt Íslandsmeistaramót er haldið í Veggsport og einnig hafa verið haldin alþjóðleg mót og má þar nefna Norðurlandamót og Evrópuleika Smáþjóða.

Í gegnum árin hefur líkamsræktarstöðin stöðugt verið að bæta við sig þjónustu. Auk tækjasals er til staðar spinningsalur sem nýtur mikilla vinsælda og svo hefur rakketballsalnum verið breytt í almennan æfingasal. Þar fara fram Ketilbjöllutímar ásamt öðrum þol og styrktartímum. Nýjasta viðbótin við þjónustuna er golfhermir sem hefur vakið mjög mikla lukku meðal viðskiptavina.                                                                                                                                                       

Skvass

Cross Train

Körfubolti

Tækjasalur

Einkaþjálfun

Hóptímar

Netbókun

Pˇstlisti
Skrß­u netfangi­ ■itt og fß­u tilkynningar sendar Ý t÷lvupˇsti
Nafn
Afskrß

Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 7:00-21:10 ,  föstudaga frá kl. 7:00- 20:30,  laugardaga frá kl. 9:00-16:00, sunnudaga frá 10:00-16:00.