Hóptímar

Mikið úrval af skemmtilegum hóptímum.

Fat Fit með Jóni

Fjölbreyttar æfingar fyrir karla í íþróttasal þar sem vel er tekið á því. Tímarnir eru hressandi og skemmtilegir enda alltaf stutt í húmorinn hjá þessu skemmtilega hóp sem kallar sig "Kókósbollurnar"
Kennari : Jón Þorbjörns.


Ketilbjöllur

Frábært nýtt æfingarform sem þjálfar þol, styrk og liðleika, allt í senn. Tímar í hádeginu á þriðj. & fimmt.
Kennari: Hilmar.

Spinning

Spinningtímar eru í boði. Einnig eru gerðar styrktaræfingar og góðar teygjur í lok hvers tíma. Góðir spinningtímar eru í hádeginu á mán. - miðv. - föstud.
Kennarar : Ásta og Hilmar.

Spinning og æfingar

Þol-og styrktaræfingar á spinninghjólum og í sal.
Allt sem þarf til að komast í og halda sér í formi.  
Brennsla, uppbygging og mótun. Sjáumst !!
Kennari: Sólveig

Krakka- og unglingaskvass 

Skvassfélag Reykjavíkur er með æfingarfyrir krakka og unglinga. 
Góð leið til að læra skvass undir handleiðslu
þjálfara. þjálfari er Hilmar H. Gunnarsson.

Cross train XTX

Hörku tímar þar sem blandað er saman fjölda góðra æfinga. 
Þessir tímar koma þér í dúndur form.
Kennarar . Kojak og Þórunn.

Golfæfingar í

Æfingaprógram fyrir kylfinga.  Styrkjandi og liðkandi æfingar til að gera líkamann klárann
fyrir komandi golfvertíð.  Tímarnir eru á þriðjud. og fimmtud. kl. 18:30
Aðgangur að tækjasal innifalinn á þessu námskeiði.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Hallgrími Jónasyni golfkennara.
Kennari:  Hallgrímur Jónasson sími: 892-1681 www.golfform.is
Ath. Lokað námskeið.   

Sjá nánar stundaskrá Veggsport hér ..

Skvass

Cross Train

Körfubolti

Tækjasalur

Einkaþjálfun

Hóptímar

Netbókun

Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 7:00-21:10 ,  föstudaga frá kl. 7:00- 20:30,  laugardaga frá kl. 9:00-16:00, sunnudaga frá 10:00-16:00.